4.4.2007 | 14:52
Togstreita hugans
Framundan eru páskar, há annatími skíðamennskunnar á Íslandi. Hér á árum áður var ég á þessum tíma meira og minna á skíðum á hinum og þessum stöðum á landinu. Bæði með og án maka og dætra, oftast án. Nú bregður svo við að ég hef varla stigið á skíði í vetur. Aðstæður hér sunnanlands hafa ekki verið upp á marga fiska og áhuginn hjá mér í samræmi við það. Í dag skoðaði ég samt heimasíður hinna ýmsu skíðasvæða eins og ég geri oft. Ég verð að segja alveg eins og er, Siglufjörður er himnaríki skíðafólks, ég fæ titring í tærnar þegar ég lít yfir svæðið. Hvernig væri að skella sér norður?
Í framhaldinu lít ég inn á golf.is og viti menn, til stendur að opna fleiri golfvelli í nágrenni Reykavíkur um páskana. Aftur fæ ég titring í tærnar. Af hverju ekki að skella sér í golf og byrja tímabilið með stæl? Ég er nú einu sinni að ná því takmarki að hefja keppni í öldungaflokki í sumar og þá á að taka á því. Nú þarf ég aðstoð. Hvert skal stefna? Kannski hvorutveggja, hvorugt eða annað hvort.
Help!
Athugasemdir
Ég skal koma með þér á Siglufjörð!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 18:48
Hvernig lýst þér á að skreppa til Afríku? Ég væri til í það...
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 03:43
Tommi minn, komdu í sund. Ég stefni á 1200 metrana.
Konan þín, sem veltir fyrir sér hvort við getum lagt niður tungumálið innan fjölskyldunnar eftir að við vorum kynnt fyrir moggablogginu.
Ástkær (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:05
Tommi minn, svo er bara að nota fjölmiðilinn. Er að þreifa mig áfram með notagildið. Ég gleymdi símanum mínum í bílnum í morgun, viltu koma með hann þegar þú kemur heim í hádeginu.
You know who.
Álfhóll, 10.4.2007 kl. 09:33
Ertu nokkuð hættur að blogga? Þó það væri nú ekki nema fyrir vinnuna sem ég lagði í toppmyndina væri ánægjulegt að sjá eins og eina færslu í viðbót.
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:14
Já pabbi, áfram með smjörið!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.