Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Alveg sáttur við árangurinn í Meistaramóti GKG

Nú var að ljúka síðasta hringnum í meistaramótinu.  Honum lauk ég á 83 höggum og endaðií 6. sæti í 1. flokki.  Færðist úr að ég held 12. sæti frá því í gær í það 6.  Bara ansi vel ánægður með það.   Þetta er svo skemmtileg íþrótt að ég er búinn að festa spilatíma strax í fyrramálið í Keflavík. Svona er þetta golf.   

Ekkert stórkostlegt

Jæja, þrátt fyrir ágætt spil á fyrri 9 holunum, þá endaði ég á 85 höggum í dag. Ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir, en allt í lagi.  Var með 41 högg á fyrri 9 og 44 á seinni.  Nú er lokadagurinn eftir og þá verður tekið á því. 

Hvatningar skyldfólks að skila sér

Greinilegt er að hvatningar dætra minna, væntanlegs tengdasonar og Snjólaugar í "Biggis" er að skila sér. Í dag spilaði ég á 81 höggi, sem er mjög nálægt forgjöfinni minni, þannig að skapið og sjálfstraustið er í góðu lagi þessa stundina.  Er samt ákaflega meðvitaður um hve sveiflukennt golfið getur verið og reyni því að taka hlutunum með jafnaðargeði.  Nú eru tveir dagar eftir og allt getur gerst.  Byrja þriðja hringinn í fyrramáli kl. 8.20, nú er bara að reyna að halda haus og taka eitt högg í einu.  Fer í hvíld með góða tilfinningu. 

Alltof hátt spennustig

Ekki blés byrlega í logninu í Leirdalnum í dag.  Ég spilaði á 89 höggum sem er þó nokkuð yfir eðlilegt skor og mínum væntingum.  Reyndar er skorið í 1. flokki ekkert sérstalega gott besta hingað til eru 80 högg.  Nú er bara að halda haus og bæta sig á morgun.  Þarf nauðsynlega á stuðningskveðjum að halda.   

Spennustigið hækkar, Meistaramót GKG í golfi nálgast

Á morgun byrja ég í Meistaramóti GKG, en það er fjöugra daga keppni í höggleik.  Þetta er yfirleitt hápunktur golfvertíðarinnar a.m.k. hjá mér.  Þátttaka í þessu móti hefur undanfarin ár sett heimilislífið  á Álfhóli í upplausn.  Yfirleitt er árangurinn undir væntingum og kem ég því niðurbrotinn heim eftir hvern keppnisdag, staðráðinn í því að hætta í golfi og byrja að æfa skíðin aftur.  Félagsráðgjafarkunnátta konu minnar dugar lítið til þess að ná upp sjálfstraustinu, þannig að í ár var ákveðið að hún hyrfi af landi brott.  Hún er því þessa vikuna í Cannes í Frakklandi með vinkonu sinni Guðrúnu Narfadóttur.  Í staðinn stunda ég sálfræðilega íhugun og hugræna atferlismeðferð, þar sem ég sé fyrir mér hvert högg á vellinum og viðbrögð mín við þeim.  Það á svo eftir að koma í ljós hvort  þessi ráðstöfun skilar árangri. Svona getur lífið verið flókið og erfitt.  

Ég er samt vel undirbúinn eins og alltaf og væntingar hóflegar.  Góð ráð þegin. 


Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband