Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fyrsta golfmót vertíðarinnar

Er að fara í fyrsta golfmótið á morgun í Leirunni. Engar stórar væntingar, tek þetta sem góða æfingu. Nánari fréttir annað kvöld fyrir þá fjölmörgu spenntu.

Málþóf sjálfstæðismanna er að gera út af við þá sjálfa

Ég held að málþóf sjálfstæðismanna á þingi sé að koma þeim all verulega í koll.  Fólkið í landinu er eðlilega bálreitt yfir því hvernig þeir hafa komið landinu á hausinn og vill þar af leiðandi ekki kjósa þá í vor. Vel skiljanlegt.   Svo bæta þeir gráu ofan á svart með því að bera fyrir sig mikilvægi stjórnarskrár Íslands með siðlausu málþófi á Alþingi.   Þannig gera þeir þjóðinni enn meiri skaða.  Er hægt að láta það viðgangast að Sjáfstæðisflokkurinn haldi Alþingi í gíslingu dag eftir dag, bara af því að þingmenn hans eru svo svekktir yfir stöðunni sem þeir sjálfir hafa komið sér í. 

Vegna þess að ég veit að margir sjálfstæðismenn lesa bloggið mitt, þá vil ég bara benda á að þessar aðgerðir munu aðeins virka sem vatn á myllu núverandi ríkisstjórnarflokka.  Þakka ykkur fyrir það. Sýnið samt smá yfirbót og hættið þessari vitleysu. 


Vorið að koma og golfvertíðin að hefjast

Það er vor í lofti sem veit bara á eitt, sumarið nálgast.  Golfvertíðin er handan við hornið og eins og svo oft áður á að taka á því og bæta sig.  Ég er búinn að æfa vel í inniaðstöðunni hjá GKG í vetur og spennandi að sjá hvort þær æfingar skili sér úti á vellinum í sumar.  Tók smá rúnt um golfvellina á Reykjavíkursvæðinu í gær og alls staðar er fólk að spila þó aðstæður séu ekki upp á það besta.  Það verður spennandi fyrir alla lesendur þessa bloggs að fylgjast með lýsingum mínum af þessari íþrótt.  Sýnið samt stillingu.   

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband