Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
21.6.2007 | 09:22
Sumarfrí framundan
Einn skemmtilegasti tími ársins er nú að fara í hönd. Sumarfríið byrjar með hefðbundinni "gönguferð" Lipurtáar, en sem fyrsta skref í þeirri ferð verður upprifjun á gömlum minningum og svaðilförum frá námsárum lífræðinganna í Flatey. Síðan er meiningin að skoða syðri hluta Vestfjarðakjálkans. Dvalið verður í Örlygshöfn og gengið þaðan í allar áttir. Í lok vikunnar er planið að heimsækja Bigga og Steinunni á Ísafirði og taka þátt í einu golfmóti eða svo. Stefni að því að spila með einhverjum úr golfhópnum "Fjórir flottir" en það er eitt öflugasta golfholl landsins, sem spilar á hverjum degi hvernig sem viðrar. Að sjálfsögðu er Biggi bróðir fjórðungs uppistaðan í því holli. Spennandi tímar í vændum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 13:52
Tímamót
Þá hefur Kristín dóttir mín náð mikilvægum áfanga á menntabrautinni og í lífinu. Búin að mennta sig bæði í sál- og kynjafræði. Fög sem í gegnum tíðina hafa heillað báða foreldra hennar. Eins og fram kemur á bloggsíðu Álfhóls þá var tímamótunum fagnað þar með stórveislu og fjölda manns. Nú er Kristín þegar farin að miðla af þekkingu sinni í Kvennaathvarfinu, þar sem hún vinnur þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 10:31
Golfáhyggjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)