Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sumarfrí framundan

Einn skemmtilegasti tími ársins er nú að fara í hönd.  Sumarfríið byrjar með hefðbundinni "gönguferð" Lipurtáar, en sem fyrsta skref í þeirri ferð verður upprifjun á gömlum minningum og svaðilförum frá námsárum lífræðinganna  í Flatey.  Síðan er meiningin að skoða syðri hluta Vestfjarðakjálkans.  Dvalið verður í Örlygshöfn og gengið þaðan í allar áttir.  Í lok vikunnar er planið að heimsækja Bigga og Steinunni á Ísafirði og taka þátt í einu golfmóti eða svo.  Stefni að því að spila með einhverjum úr golfhópnum "Fjórir flottir" en það er eitt öflugasta golfholl landsins, sem spilar á hverjum degi hvernig sem viðrar.  Að sjálfsögðu er Biggi bróðir fjórðungs uppistaðan í því holli. Spennandi tímar í vændum. 


Tímamót

Þá hefur Kristín dóttir mín náð mikilvægum áfanga á menntabrautinni og í lífinu.  Búin að mennta sig bæði í sál- og kynjafræði.  Fög sem í gegnum tíðina hafa heillað báða foreldra hennar.  Eins og fram kemur á bloggsíðu Álfhóls þá var tímamótunum fagnað þar með stórveislu og fjölda manns.  Nú er Kristín þegar farin að miðla af þekkingu sinni í Kvennaathvarfinu, þar sem hún vinnur þessa dagana. 

 


Golfáhyggjur

Eitt af aðaláhugamálum mínum þessa dagana er golfið.  Háleit markmið voru sett fyrir þetta tímabil og mikil plön um æfingar og spilamennsku.  Eins og oft vill verða þá er auðveldara um að tala en í að komast og þess vegna er bæði spilamennska og árangur í slakari kanntinum það sem af er þessari vertíð.  Forgjöfin hækkar og hækkar.  Ég rifja því oft upp máltækið sem Samúel Örn, íþróttafréttaritari notar oft þegar illa gengur "Nú þarf að gyrða sig í brók" eða eitthvað á þá leið.  Ég er mjög meðvitaður um að það er algjört samhengi milli árangurs og æfinga, þess vegna verð ég bara að æfa meira og spila meira (ákaflega gáfulegt).  Fer því í golf í dag.     

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband