Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
24.5.2007 | 16:50
Léttara hjal í vændum
Eins og eðlilegt er þá verður maður pólistískur í aðdraganda kosninga og rétt á eftir. Nú er þetta allt afstaðið og niðurstaðan fengin. Við hana verður að una og vona að Samfylkingin nái að halda uppi baráttunni fyrir auknu réttlæti og jafnrétti í þjóðfélaginu.
Nú er því tími til þess að taka upp léttara hjal, sem væntanlega stuðar ekki eins þá fjölmörgu sem fara inn á þessa síðu. Þeir sem hafa hins vegar áhuga á öflugum pólitískum innblástri, bendi ég á blogg Sóleyjar dóttur minnar. Styð hana heilshugar í baráttunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2007 | 10:29
Ekki tókst ætlunarverkið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 10:53
Stjórnmálapistill dagsins
Ekki er svo auðvelt að koma auga á stefnufestu núverandi ríkisstjórnar. Sá forsætisráðherra sem nú situr er þriðji ráðherrann á fjórum árum. Hinir tveir forðuðu sér í betri störf vegna fyrri misgjörða. Ekki mikill stöðugleiki þar. Þriðji félagsmálaráðherrann er að reyna að komast inn í mál forvera sinna. Hjá honum ríkir mikill glundroði og skipulagasleysi sem von er. Samanber laust á Byrginu og Breiðavíkurmáli. Siv er skipt inn og út úr ríkisstjórn eftir þörfum eins og í körfubolta og í hin og þessi ráðuneyti. Ég fullyrði það að ef Samfylking og Vinstri græn kæmust til valda þá er þar innanborðs nægjanleg þekking og reynsla til þess að halda ríkisskútunni vel gangandi og koma með nýjar áherslur sem að gagni gætu komið.
Það er svo merkilegt hvernig hamast er á því að VG sé einhver kommaflokkur úr fortíðinni. Lang stærsti hluti þeirra sem aðhyllast stefnu Vinstri grænna er ungt fólk og sérstaklega ungar konur, sem ég efa að hafi sett sig mikið inn í fyrri tíma stjórnmál. Í VG er nú fólk sem vill nýjar áherslur í atvinnumálum, nýjar áherslur í umhverfismálum og breyttar áherslur í jafnréttismálum. Það er engin hætta að nýta sér starfskrafta þess fólkst sem þar er.
Andmælendur Vinstri grænna:
Slakið aðeins á í fordómum ykkar gagnvart 15-20% þjóðarinnar sem aðhyllast stefnu Vinstri grænna. Sýnið smá umburðarlyndi og skoðið málin á yfirvegaðan hátt. Að mínu mati er margt jákvætt í stefnu annarra flokka s.s. Sjálfstæðisflokksins, en hann er ekki sá eini sem getur stjórnað þessu landi. Í Noregi er núna Verkammannaflokkurinn, ásamt SV sem er álíka flokkur og VG við völd og Verkamannaflokkurinn hefur marg oft verið þar við stjórnvölinn með miklum árangri. Sama hefur oft verið upp á teningnum í Svíþjóð. Það er bara hollt að skipta um stjórnir og stefnur með ákveðnu millibili. Komum nýju fólki að í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 16:00
Golf, golf, golf og aftur golf
Jæja, nú er golfvertíðin formlega hafin. GKG-völlurinn opnaði í dag og þeir sem unnu sjálfboðavinnu í vikunni fengu forskot á sæluna í gær og gátu fyrstir spilað völlinn. Það var skemmtileg upplifun. Völlurinn er í fínu standi, það vantar bara meiri hita og sól svo hann þorni betur. Ég er kominn á það tímaskeið í lífi mínu að mega keppa í öldungaflokki, en að því hef ég stefnt skipulega um nokkurt skeið. Klár markmið hafa verið sett og stífar æfingar framundan. Búinn að leggja gamla golfsettinu og Ping fyrirtækið sér mér fyrir útbúnaði þetta sumarið. Samningar standa nú yfir fyrir næsta tímabil og margir um hituna. Nú er að hefjast handa og láta ekki bara kylfu ráða kasti heldur líka höggi.
Þeir sem vilja hvetja mig og styðja fá pláss hér fyrir neðan og í gestabók. Góð ráð vel þegin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 17:06
Frábær helgi með íþróttakennurum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)