13.6.2007 | 10:31
Golfáhyggjur
Eitt af aðaláhugamálum mínum þessa dagana er golfið. Háleit markmið voru sett fyrir þetta tímabil og mikil plön um æfingar og spilamennsku. Eins og oft vill verða þá er auðveldara um að tala en í að komast og þess vegna er bæði spilamennska og árangur í slakari kanntinum það sem af er þessari vertíð. Forgjöfin hækkar og hækkar. Ég rifja því oft upp máltækið sem Samúel Örn, íþróttafréttaritari notar oft þegar illa gengur "Nú þarf að gyrða sig í brók" eða eitthvað á þá leið. Ég er mjög meðvitaður um að það er algjört samhengi milli árangurs og æfinga, þess vegna verð ég bara að æfa meira og spila meira (ákaflega gáfulegt). Fer því í golf í dag.
Athugasemdir
Góður! Ég sem hélt þú værir hættur að blogga... ég held að feður verði mjög góðir í golfi þegar þeir eiga dóttur með BA-próf í sálfræði. Þá þurfa þeir ekki að eyða öllum tímanum sínum í að undirbúa útskriftarveislunna þeirra og geta farið að einbeita sér að golfinu
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.