Leita í fréttum mbl.is

Golf, golf, golf og aftur golf

NafnarVon fjölskyldunnar

Jæja, nú er golfvertíðin formlega hafin. GKG-völlurinn opnaði í dag og þeir sem unnu sjálfboðavinnu í vikunni fengu forskot á sæluna í gær og gátu fyrstir spilað  völlinn.  Það var skemmtileg upplifun.  Völlurinn er í fínu standi, það vantar bara meiri hita og sól svo hann þorni betur.  Ég er kominn á það tímaskeið í lífi mínu að mega keppa í öldungaflokki, en að því hef ég stefnt skipulega um nokkurt skeið.  Klár markmið hafa verið sett og stífar æfingar framundan.  Búinn að leggja gamla golfsettinu og Ping fyrirtækið sér mér fyrir útbúnaði þetta sumarið.  Samningar standa nú yfir fyrir næsta tímabil og margir um hituna.  Nú er að hefjast handa og láta ekki bara kylfu ráða kasti heldur líka höggi.

Þeir sem vilja hvetja mig og styðja fá pláss hér fyrir neðan og í gestabók.  Góð ráð vel þegin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég býð 50% hlut í fyrirtækinu "Tomas Schalk í gólfi ehf" ef þú verður þjálfara hans til næstu 10 árin. Mun hann þá vera nógu góður til þess að komast á bestu mót heimsins miðað við því sem þú ert þegar búinn að kenna drenginn. Ekki slæm fjárfesting.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband