1.9.2007 | 22:45
Frábært hjá GKG öldungum
Í dag fóru fram undanúrslit og úrslit í sveitakeppni öldunga. GR vann Keili úr Hafnarfirði í hörkuspennandi leik um fyrsta sætið og GKG náði þriðja sæti með því að vinna Golfklúbb Akureyrar nokkuð örugglega. Þetta er besti árangur GKG í öldungaflokki og því var kátt í herbúðum okkar í dag. Hópurinn á myndinni samanstendur af hörku íþróttamönnum sem á mikilvægum augnablikum stóðust pressu og þrýsting og innbyrðu sigur. Í þessum hópi er m.a. fyrrum topp frjálsíþróttamaður, topp fótboltamaður, margfaldur Íslandsmeistari í blaki og ég sem hef einu sinni unnið bróður minn í badminton.
AÐAAALMAÐURINN Jón Ólafsson með fyrirmæli til stjórnar GKG um fjárstuðning vegna súpukaupa sem gekk í gegn eftir sigurinn.
Afreksmennirnir í sveitinni, Jón Alfreðsson og Kjartan Guðjónsson
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)