12.7.2007 | 21:47
Hvatningar skyldfólks að skila sér
Greinilegt er að hvatningar dætra minna, væntanlegs tengdasonar og Snjólaugar í "Biggis" er að skila sér. Í dag spilaði ég á 81 höggi, sem er mjög nálægt forgjöfinni minni, þannig að skapið og sjálfstraustið er í góðu lagi þessa stundina. Er samt ákaflega meðvitaður um hve sveiflukennt golfið getur verið og reyni því að taka hlutunum með jafnaðargeði. Nú eru tveir dagar eftir og allt getur gerst. Byrja þriðja hringinn í fyrramáli kl. 8.20, nú er bara að reyna að halda haus og taka eitt högg í einu. Fer í hvíld með góða tilfinningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)