Leita í fréttum mbl.is

Frábær helgi með íþróttakennurum

Um síðustu helgi hélt ég upp á 25 ára útskriftarafmæli frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni.  Eins og oft gerist við svona treff, þá small þessi hópur saman eins og samloka bæði samnemendur og makar.  Á laugardag var byrjað á því að hittast um hádegið á Forsæti hjá Ársæli Hafsteinssyni og Emmu.  Frábær dagskrá með enn betri veitingum.  Um kvöldið fór hópurinn að hótelinu við Rangá og dvaldi þar næturlangt.  Við höfum oft hist áður til þess að fagna álíka tímamótum, en ég held að allir hafi verið sammála um að þetta hafi toppað fyrri treff.  Af tölvuskeytum hópsins að dæma þá var þetta meiri háttar upplifun.  Nú er verið að hefja undirbúning að sameigninlegri skíðaferð hópsins í Alpana næsta vetur, en þangað fór nemendahópurinn í skíða- og námsferð vorið 1982.  Sú ferð þjappaði hópnum vel saman og var kannski það besta og eftirminnilegasta sem við fengum út úr námsdvölinni á Laugarvatni.   

Bloggfærslur 2. maí 2007

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband