13.5.2007 | 10:29
Ekki tókst ætlunarverkið
Ekki varð Sóleyju dóttur minni að ósk sinni um afmælisgjöfina. Vinstri arminum tókst ekki að fella ríkisstjórnina, þrátt fyrir gott gengi Vinstri grænna. Það má túlka þessar niðurstöður á margan hátt. Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Frjálslyndir héldu bara sjó, þannig að lítið gagn var í þeim undir lokin. Svo má líka segja að Vinstri græn náðu ekki því fylgi sem búist var við, en svona er pólitíkin. Framhaldið er flókið, en að sjálfsögðu er Sjálfstæðisflokkurinn í lykilstöðu og þarf bara að velja með sér þá sem hann lystir. Ætli þeir endi ekki bara áfram með Framsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)