Leita í fréttum mbl.is

Siðlaus ferð forseta alþingis og þingmanna til Kaliforníu

Ég verð að segja það að mér finnst ferð þingmannanna Sólveigar Pétursdóttur, Sigríðar Önnu Þórðardóttur, Hjálmars Árnasonar og Margrétar Frímannsdóttur til Kaliforníu til háborinnar skammar.  Við þessu á fólk að bregðast og mótmæla.  Það nær engri átt að þingmenn sem nánast hafa  látið af störfum skuli bruðla svona með fé almennings.  Það er ekkert út á samstarf við aðrar þjóðir að setja, en í þessu tilfelli er greinilega verið að umbuna þingmönnum fyrir störfin á alþingi sem þeir fá greidd laun fyrir að inna af hendi. 

Siðleysi Sólveigar og co. er algjört.  Svona á ekki að viðgangast.  Fjórar milljónir hefðu komið sér vel í matvælakaup hjá Fjölskylduhjálpinni um páskana.


Bloggfærslur 18. apríl 2007

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband