Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta golfmót vertíðarinnar

Er að fara í fyrsta golfmótið á morgun í Leirunni. Engar stórar væntingar, tek þetta sem góða æfingu. Nánari fréttir annað kvöld fyrir þá fjölmörgu spenntu.

Málþóf sjálfstæðismanna er að gera út af við þá sjálfa

Ég held að málþóf sjálfstæðismanna á þingi sé að koma þeim all verulega í koll.  Fólkið í landinu er eðlilega bálreitt yfir því hvernig þeir hafa komið landinu á hausinn og vill þar af leiðandi ekki kjósa þá í vor. Vel skiljanlegt.   Svo bæta þeir gráu ofan á svart með því að bera fyrir sig mikilvægi stjórnarskrár Íslands með siðlausu málþófi á Alþingi.   Þannig gera þeir þjóðinni enn meiri skaða.  Er hægt að láta það viðgangast að Sjáfstæðisflokkurinn haldi Alþingi í gíslingu dag eftir dag, bara af því að þingmenn hans eru svo svekktir yfir stöðunni sem þeir sjálfir hafa komið sér í. 

Vegna þess að ég veit að margir sjálfstæðismenn lesa bloggið mitt, þá vil ég bara benda á að þessar aðgerðir munu aðeins virka sem vatn á myllu núverandi ríkisstjórnarflokka.  Þakka ykkur fyrir það. Sýnið samt smá yfirbót og hættið þessari vitleysu. 


Vorið að koma og golfvertíðin að hefjast

Það er vor í lofti sem veit bara á eitt, sumarið nálgast.  Golfvertíðin er handan við hornið og eins og svo oft áður á að taka á því og bæta sig.  Ég er búinn að æfa vel í inniaðstöðunni hjá GKG í vetur og spennandi að sjá hvort þær æfingar skili sér úti á vellinum í sumar.  Tók smá rúnt um golfvellina á Reykjavíkursvæðinu í gær og alls staðar er fólk að spila þó aðstæður séu ekki upp á það besta.  Það verður spennandi fyrir alla lesendur þessa bloggs að fylgjast með lýsingum mínum af þessari íþrótt.  Sýnið samt stillingu.   

Frettir fra Nepal

Buid ad vera serstok upplifun her i Nepal.  Eiginlega algjort sjokk fyrstu dagana.  Mannhafid engu likt og allt kraumar saman bilar, motorhjol, trihjol, skepnur og folk.  Medan Gudrun var a fundum fyrstu tvo dagana skodadi eg Katmandu a eigin vegum.  Gekk i byrjun beint inn i rosalegar markadsgotur tar sem allir reyna ad selja allt.  Fataektin er engu lik, rusl ut um allt og inn um tad er verid ad elda mat og selja.  Vonandi tekst ad setja myndir fra tessum markadi inn a Alfhols bloggid en tadan munu adalfrettirnar koma fra ferdinni.  Eftir tvo daga i Katmandu forum vid i Chitwan tjodgardinn.  Frabaer upplifun og topp tjonusta, to a frumstaedan hatt vaeri.  Sigldum m.a. a bat sem var i tannig standi ad a Islandi hefdi eg aldrei farid i hann.  Forum i ferdir um tjodgardinn a filabaki, saum nashyrninga, hjartardyr, apa og tigrisdyraspor.  I september var einn starfsmadur gardsins etinn af tigrisdyri tegar hann kom ut ur kofa sinum kl. 6 ad morgni.  Varla til ad lysa tvi hvernig umhorfs var eftir ta atlogu.  A morgun forum vid til Indlands og ferdumst tar naestu daga.  Fylgist med a alfholl.blog.is   

Kv. Tommi 


Frábær hugmynd

Þessi hugmynd Helga Geirharðssonar er frábær enda maðurinn þrælklár og hugmyndaríkur.  Það er ekkert óeðlilegt að slík hugmynd komi fram þegar veðurfarið hefur breyst þetta mikið undanfarin ár.  Nú hafa verið yfirbyggðir fleiri knattspyrnuvellir og skautasvell og þær byggingar rökstuddar með lélegu íslensku veðurfari.  Það sama á auðvitað við um skíðaíþróttina.  Þessi bygging myndi auðvelda fólki að læra undirstöðuatriði íþróttarinnar við góðar aðstæður og hjálpa til við nýliðun hjá skíðadeildum hér sunnanlands.  Jafnframt myndi svona mannvirki nýtast vel fyrir allan almenning til þess að skreppa á skíði og hægt væri að halda skíðamót við kjöraðstæður.  Bara gott eitt um þetta að segja.  Eigum við ekki bara að byggja þetta í sjálboðavinnu Helgi?  Kv. Tommi.


mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skíðaferill Pálu frænku

Sóley dóttir mín ræddi um skíðaferil Pálu frænku okkar í bloggi sínu um daginn sem leiddi til skemmtilegs miskilnings í bloggheimum.  Til varnar Pálu vil ég taka fram að hún var mikið skíðakonuefni og með háleitari markmiðum en að komast á Andrésar Andarleikana, hefði hún eflaust náð langt á íþróttaferlinum.  Ég held að hvorki Snjólaug systir hennar (spilandi þjálfari Biggi's) eða Sóley hafi fengið jafnmikla umfjöllun um íþróttaafrek sín.  Eins og kemur fram í bloggi mínu, þá getur verið gott líf eftir að afreksíþróttaferlinum lýkur.  Vænti ég þess að Pála muni fljótlega taka til hendinni á golfvellinum og og nýta reynslu sína frá skíðunum í nýrri íþróttagrein.  Minni á að konur geta tekið þátt í öldungaflokki í golfi 50 ára svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið.  Sjáumst á golfvellinum Pála.  Taktu Skarpa líka með.   


Nýtt þjálfarastarf

Eftir gott gengi með GKG-golfsveitinni hef ég fengið tímabundna þjálfarastöðu í golfi.  Um einkaþjálfun er að ræða og mun sú þjálfun vara í tvo til þrjá daga.  Fyrsta æfing er í dag og á golfarinn að mæta á æfingasvæði GKG kl. 18.00 í dag.  Hann má hafa með sér gesti.  Á myndinni er þjálfarinn að störfum.

Nafnar


Frábært hjá GKG öldungum

 IMG_0207Í dag fóru fram undanúrslit  og úrslit í sveitakeppni öldunga.  GR vann Keili úr Hafnarfirði í hörkuspennandi leik um fyrsta sætið og GKG náði þriðja sæti með því að vinna Golfklúbb Akureyrar nokkuð örugglega.  Þetta er besti árangur GKG í öldungaflokki og því var kátt í herbúðum okkar í dag.  Hópurinn á myndinni samanstendur af hörku íþróttamönnum sem á mikilvægum augnablikum stóðust pressu og þrýsting og innbyrðu sigur.  Í þessum hópi er m.a. fyrrum topp frjálsíþróttamaður, topp fótboltamaður, margfaldur Íslandsmeistari í blaki og ég sem hef einu sinni unnið bróður minn í badminton.

AÐAAALMAÐURINN Jón Ólafsson með fyrirmæli til stjórnar GKG um fjárstuðning vegna súpukaupa sem gekk í gegn eftir sigurinn.  

 IMG_0192

 IMG_0194 Afreksmennirnir í sveitinni, Jón Alfreðsson og Kjartan Guðjónsson


Nýtt bloggtímabil að hefjast

Greinilegt er að margir taka sér frí frá blogginu um stundasakir af ýmsum ástæðum og þá sérstaklega á sumrin.  Þannig hefur einnig verið með mig.  Ég tek nú upp þráðinn þar sem frá var horfið og gef áhugasömum bloggurum og gestum innsýn í golfið mitt sem hefur verið mikið síðustu vikur.  Eftir að hafa náð þeim áfanga að komast í öldungaflokk í golfi hefur ný vídd bæst við í þá íþrótt hjá mér.  Þátttaka í þessum flokki er frábær og meira á jafnræðisgrundvelli en áður þegar maður var að kljást við 20-30 ára yngri keppendur. 

Síðustu vikur hafa farið í undirbúning með GKG-mönnum fyrir sveitakeppni öldunga, sem nú er haldin í Grafarholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.   Góður andi er í GKG fólki sem tekur þátt í þessu móti og hefur árangur hingað til verið framar vonum.  Um árangurinn má lesa á grgolf.is

Rætt hefur verið um að efla þennan þátt í starfi GKG á næsta ári og fá inn fleiri öfluga spilara bæði konur og karla.  Þátttaka í LEK-mótaröðinni sem telur stig til landsliðs öldunga er upplagður vettvangur til þess að bæta sig sem golfara.  Hvet ég alla sem eru að ná viðmiðunaraldri að mæta í þau mót. 


Alveg sáttur við árangurinn í Meistaramóti GKG

Nú var að ljúka síðasta hringnum í meistaramótinu.  Honum lauk ég á 83 höggum og endaðií 6. sæti í 1. flokki.  Færðist úr að ég held 12. sæti frá því í gær í það 6.  Bara ansi vel ánægður með það.   Þetta er svo skemmtileg íþrótt að ég er búinn að festa spilatíma strax í fyrramálið í Keflavík. Svona er þetta golf.   

Næsta síða »

Höfundur

Tómas Jónsson
Tómas Jónsson
Hér bloggar Tómas Jónsson um menn og málefni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband